Leggðu hvar sem er: Bílastæðahús og stór bílastæði
Suma daga langar þig að mæta beint í fjörið og vera viss um að þú getir fundið bílastæði. Aðra daga langar þig að geta lagt beint fyrir framan búðina. Kannski langar þig að forðast vonda veðrið og komast með lúkkið í lagi á stefnumótið. Þá daga er kannski betra að leggja í bílastæðahúsi og þá gleður það þig að heyra að þú getur líka notað EasyPark þar. Eitt app fyrir bílastæði innandyra, utandyra, á stórum bílastæðum, í bílastæðahúsum eða úti við götuna.
Bílastæði nær fjörinu
Finndu bílastæðahúsið þitt
Þú finnur öll bílastæðasvæðin, þar á meðal bílastæðahús, þegar þú skoðar kortið í EasyPark appinu. Venjuleg bílastæðahús birtast með P-tákni með „þaki“ og þau sem eru með sjálfvirka myndavélaskráningu “CameraPark” birtast með myndavélar-tákni. Keyrðu í það sem er næst þínum áfangastað.
Byrjaðu skráningu í stæði
Ef þú hefur keyrt inn í bílastæðahús með sjálfvirkri myndavélaskráningu “CameraPark” og hefur virkjað þá þjónustu, færðu tilkynningu og skráningin hefst sjálfkrafa. Annars skaltu velja staðsetninguna þína, snúa hjólinu til að stilla tímann og staðfesta. Þá er allt klárt!
Stöðvaðu eða framlengdu tímann
Opnaðu appið og snúðu hjólinu aftur til að bæta tíma við skráninguna eða ýttu á „Stop“ til að ljúka henni fyrr. Ef þú ert með sjálfvirka myndavélaskráningu “CameraPark” virkt og bílastæðahúsið leyfir sjálfvirka stöðvun, sérðu tilkynningu um að skráningin hafi verið stöðvuð þegar þú keyrir út.
Stöðvaðu skráninguna sjálfkrafa
Keyrðu inn, keyrðu út, ekkert mál.
Gerðu það enn þægilegra að leggja bílnum. Með sjálfvirkri myndavélaskráningu “CameraPark” stöðvast stöðumælirinn sjálfkrafa þegar þú keyrir út úr bílastæðahúsi eða stærra bílastæði þar sem þessi eiginleiki er í boði. Segðu bless við allt vesen og heilsaðu hnökrualausri bílastæða upplifun.
Byrjaðu strax í dag
Gakktu til liðs við milljónir ökumanna sem njóta þess nú þegar að leggja bílnum og hlaða hann með auðveldari hætti.
Meira en 450.000 5 stjörnu einkunnir
4,7 í meðaleinkunn í appverslunum
88% ánægja með þjónustu við viðskiptavini