Að skrá í stæði og hlaða með EasyPark
EasyPark appið er einfalt en öflugt. Þú getur gert margt með því og okkur langar að sýna þér hversu auðvelt það er í notkun!
Hafist handa með EasyPark appinu
Sæktu appið
Úr Google Play eða App Store. Það tekur bara smá stund.
Skráðu þig
Bættu við símanúmerinu þínu, bílnúmeri og greiðslumáta. Það er allt og sumt.
Settu í gang stöðumælinn fyrir fyrsta bílastæðið
Veldu eða leitaðu að bílastæðasvæði, svo snýrðu, smellir og af stað!
Það er einfalt að leggja, þú bara snýrð, smellir og ferð af stað!
Finndu stæði
Veldu bílastæðasvæði á kortinu, í svæðislistanum, eða leitaðu eftir svæðiskóða. Kannaðu hvort þú hafir valið réttan svæðiskóða á kortinu.
Snúðu hjólinu
Stilltu tímann sem þú þarft bílastæðið með því að snúa hjólinu. Athugaðu hvort valdar upplýsingar séu réttar og smelltu til að hefja skráningu.
Stoppaðu eða framlengdu
Smelltu á hjólið á virku skráningunni til að stoppa tímann fyrr en áætlað var. Eða snúðu hjólinu til að framlengja tímann og smelltu til að staðfesta.
Ekkert mál, við stöndum með þér
Þú hefur keyrt inn á annasamt svæði og fundið frábært stæði. Þú veist að það eru bílastæðaverðir á ferðinni sem athuga hvort búið sé að greiða fyrir stæði, en hvernig vita þeir að þú hafir borgað með appi? Við stöndum með þér.
EasyPark starfar með borgum og rekstraraðilum bílastæðanna svo að fólk eins og þú, sem leggur í stæðin þeirra, geti gert það á öruggan og auðveldan hátt. Þegar þú leggur með EasyPark sendum við skilaboð í kerfin þeirra og þannig geta bílastæðaverðirnir séð að það er virk skráning í stæði fyrir bílinn þinn og þá halda þeir áfram án þess að sekta þig.
Með því að greiða fyrir skráningu í stæði bætir þú líka lífið í borginni. Með því að greiða fyrir bílastæðið gefur þú fé til borgarinnar eða rekstraraðilans, sem notað er í viðhald á bílastæðum, vegum og öðrum nauðsynlegum innviðum.
Hvernig virka hinar lausnirnar okkar?
Samþætting við bílinn
Fáðu frábæra bílastæða upplifun: leggðu í stæði og fáðu hleðslu beint frá skjánum í mælaborði bílsins. Hvort sem þú notar Android Auto, Apple CarPlay eða Android Automotive í bílnum geturðu byrjað skráningu í stæði með einum smelli og framlengt úr farsímanum ef þú þarft. Með Android Automotive stöðvast skráningin meira að segja sjálfkrafa þegar þú keyrir í burtu. Svo einfalt.
Sjálfvirk myndavélaskráning
Keyrðu inn og út úr bílastæðahúsum án minnstu vandræða. Þegar þú notar Sjálfvirka myndavélaskráningu byrjar skráningin og stöðvar sjálfkrafa, þar sem myndavélarnar í bílastæðahúsinu greina hvenær þú keyrðir inn og út - þú getur einnig tryggt notað þetta með bílaleigubílum, þar sem þú getur skráð þá sem tímabundin ökutæki. Algjörlega sjálfvirk skráning í stæði eins og hún gerist best.
Hvar get ég lagt?
Á bílastæðum
Á götunni - sérðu ekki skiltin? Þú getur lagt með EasyPark á öllum svæðum sem eru í boði á korti appsins.