easypark image

Hver er kostnaðurinn?

Að búa til einkaaðgang hjá EasyPark er ókeypis. Hins vegar, þegar þú notar þjónustu okkar til að borga fyrir bílastæði bætum við þjónustugjaldi ofan á kostnaðinn sem fer til rekstraraðila sem eiga eða stjórna bílastæðinu. Fyrirkomulag þessara gjalda fer eftir því hvaða þjónustuleið þú velur. Þú getur greitt þjónustugjaldið annaðhvort með mánaðaráskrift eða fyrir hverja notkun. Þessi þjónustugjöld gera okkur kleift að veita þér sveigjanlega og þægilega þjónustu, þar sem þú getur byrjað, stöðvað eða framlengt þína skráningu í stæði – bæði á Íslandi og í yfir 20 öðrum löndum.

easypark image

Þetta færðu með EasyPark

Upplifðu margverðlaunaða appið okkar

Aðgangur hjá EasyPark veitir þér fullan aðgang að öllum eiginleikum appsins. Þú getur hratt og örugglega hafið, stöðvað og framlengt skráningu í stæði á götustæðum, notað myndavélastæði, tengst bílakerfum og fengið aðstoð hjá þjónustuveri þegar þú þarft. Auk þess færðu alþjóðlega þjónustu og í mörgum stórborgum Evrópu getur þú notað FIND eiginleikann til að finna líklegustu lausu stæðin.

Ef þú leggur fyrir fyrirtækið þitt, þá höfum við líka lausnir fyrir þig. Við bjóðum upp á ýmsa áskriftarpakka fyrir fyrirtæki með mánaðarlegu gjaldi, svo þú borgar lítil eða engin þjónustugjöld fyrir hverja bílastæðanotkun.

Greiðsla fyrir notkun eða vera í áskrift

Ef þú vilt frekar greiða fyrir hverja notkun með EasyPark Small, bætist þjónustugjald við hverja lagningu ásamt öllum aukaþjónustum sem þú gætir notað. Þegar þú stillir endatíma þinn með því að snúa hjólinu í appinu, munum við sýna þér nákvæmt þjónustugjald áður en þú byrjar. Verð geta verið mismunandi eftir staðsetningu eða rekstraraðila og allar breytingar eru alltaf uppfærðar hér á vefsíðunni okkar.

Með EasyPark Go áskrift greiðir þú fast mánaðargjald sem nær yfir þjónustugjöld okkar fyrir alla þína greiðslu bílastæða. Hafðu í huga að raunverulegur kostnaður við bílastæði og viðbótarþjónustu (svo sem SMS-áminningar), er ekki innifalinn í áskriftinni.

expenses
ggg

Greiðsla fyrir myndavélastæði 

Þegar þú hefur virkjað og notað myndavéla stæði sýnir EasyPark appið þér heildarkostnaðinn, þar með talið þjónustugjaldið samkvæmt þinni þjónustuleið, eftir að stæðisnotkuninni lýkur. Vertu viss um að kanna stæðisverð á viðkomandi stæði eða á vefsíðu rekstraraðila fyrir nýjustu upplýsingar.

EasyPark gefur ekki út sektir

EasyPark veitir þjónustu sem gerir þér kleift að stjórna og greiða fyrir notkun á einfaldari hátt. EasyPark hefur ekki heimild til að gefa út eða fella niður sektir. Hins vegar getum við hjálpað til með að skoða ástæður sektarinnar og leiðbeina um næstu skref – einfaldlega smelltu á Tilkynna sekt” í appinu neðst í yfirliti þíns stæðis.

Ef þú vilt áfrýja sektinni skaltu hafa beint samband við útgefandann. Hafa má samband við útgefanda með upplýsingum sem yfirleitt eru neðst eða aftan á sektinni. Fyrir frekari aðstoð skaltu heimsækja hjálparsíðu okkar til að fræðast um algengar ástæður stæðissekta og ráð til að forðast þær.

Hidden cost

* Hámarksgjald er 1400 krónur fyrir hverja bílastæðalotu

** Hámark fjöldi skráðra bílnúmera á hverja áskrift er fjögur