Incar

Sjálfvirkt og sítengt

Það er afar gagnlegt að hafa allt sem þú þarft til að stjórna bílastæðinu í vasanum, en að hafa það beint á skjánum í mælaborðinu í bílnum tekur það á annað stig. Við vinnum með Apple, Google og öðrum leiðandi tæknifyrirtækjum, og þar að auki með mörgum af stærstu bílaframleiðendunum, til að veita þér bestu bílastæða upplifunina sem völ er á. Okkur er jú tengigeta og sjálfvirkni í blóð borin.

carplay

Hendur á stýri, speglaðu símann

Síminn þinn og ökutækið, tengd

Væri ekki sniðugt að vera með vandað bílastæðaapp beint á skjánum í mælaborði bílsins? Að hafa bílastæðið eða hleðsluna tilbúna um leið og bílnum er lagt í stæði. Það þótti okkur og við vorum fyrst til að láta það gerast. EasyPark appið er nú í boði í  Android Auto og Apple CarPlay.

Leggðu bílnum með Android Auto eða Apple CarPlay

1
Download

Fáðu EasyPark appið

Settu EasyPark appið upp á símanum og stofnaðu reikning.

2
Compatibility

Athugaðu samhæfi

Athugaðu hvort hægt sé að tengja saman símann og bílinn.

3
Compatilbility 2

Tengdu

Paraðu símann við bílinn eftir leiðbeiningum frá stýrikerfinu þínu.

Android Automotive: besta upplifunin

Snjallt og hnökralaust

Farðu einu skrefi lengra með EasyPark appinu, sem er sérstaklega byggt fyrir bíla sem nota Android Automotive stýrikerfi. Svo snjallt að það getur greint hvenær þú keyrir út úr stæðinu og stöðvar skráninguna fyrir þig. Með EasyPark fyrir Android Automotive getur þú keyrt inn og út úr bílastæðahúsum, lagt í hvaða götustæði sem er og hætt að borga á sekúndunni sem þú keyrir í burtu. Í boði í studdum gerðum Polestar, Volvo og Renault.

easypark

Hafist handa með Android Automotive

1
Download

Sæktu EasyPark appið

Náðu í það úr appverslun bílsins. Stofnaðu reikning eða skráðu þig beint inn á skjánum í mælaborði bílsins.

2
Start Parking car

Leggðu bílnum með einum smelli

Opnaðu appið í skjánum á áfangastað og staðfestu bílastæðið á nokkrum sekúndum.

3
Stop Parking

Keyrðu í burtu

Þú þarft ekki að stoppa skráninguna þegar þú byrjar að keyra, appið gerir það fyrir þig.

Hvar get ég lagt?

on offstreet

Á bílastæðum

Á götunni - sérðu ekki skiltin? Þú getur lagt með EasyPark á öllum svæðum sem eru í boði á korti appsins.