Parking insights

EasyPark Insights: Samstarfsfélagi þinn í sköpun á hnökralausu bílastæðaflæði

Það getur verið yfirþyrmandi að breyta stefnumótun fyrir bílastæði án þess að hafa viðeigandi bílastæðagögn við höndina. EasyPark Insights gefur þér nákvæm gögn, sérfræðiþekkingu og sjónræn verkfæri til að gera borgina þína eða sveitarfélagið lífvænlegri, án þess að þú missir svefn yfir því. 

Endurmótar bílastæði í borgarskipulaginu

Bættu skipulagið með gagnadrifnum lausnum

Borgin þín er flókið vistkerfi þar sem bílastæði hafa áhrif á hreyfanleika og lífshætti. Bílastæðastjórnun sem er ekki byggð á alvöru yfirliti yfir framboð og eftirspurn, skortur á heildarsýn, umferðarteppur vegna ófullnægjandi skipulagsverkfæra og löng leit að bílastæðum, er allt algengara en þú heldur. Niðurstaðan er óhagkvæmni, aukin mengun frá útblæstri og óþarfa kostnaður og pirringur. En þessu lýkur hér. Með EasyPark Insights færðu aðgang að verkfærapakka sem veitir þér innsýn í bílastæðamál borgarinnar sem byggir á raunverulegum gögnum. Með öðrum orðum færðu öll bílastæðagögnin sem þú þarft til að skapa skilvirkni í skipulagi, skýrleika í kostnaði og samræmi í hreyfanleika borgarinnar.

reshape
What is included

Hvað er innifalið

Lausnin samanstendur af sex þáttum og hefur allt sem þú þarft til að skilja og betrumbæta bílastæðavistkerfið. 

Parking inventory


Framboð á bílastæðum

Ákvarðaðu gerð og fjölda bílastæða á hverju gjaldsvæði. Skoðaðu mismunandi götuhluta og kynntu þér hvaða takmarkanir eiga við.

Parking occupancy


Bílastæðanýtni

Kannaðu vinsælustu göturnar og svæðin, leitartíma eftir bílastæði og líkindi á því að finna laust stæði á hvaða tíma dagsins sem er. 

operational data


Rekstrargögn

Fylgstu með svæðum, verði, framkvæmdum, tekjum og öðrum rekstrargögnum í ljósi framboðs og notkunar. 

Advisory


Ráðgjöf

Við aðstoðum borgir við að rýna í bílastæðagögnin og búum til aðgerðir til skamms tíma, miðlungslangs tíma og langtíma til að hámarka virkni bílastæðavistkerfisins. 

smarthub


SmartHUB

Bættu framkvæmdaferla og staðlaðu öll færslugögn frá öllum stafrænum stöðumælavélum og veitendum bílastæðagreiðslna í snjalltækjum.

background

Besti borgarpakkinn

Spjöllum saman

Ertu tilbúinn að gera borgina þína lífvænlegri? Gott að heyra. Fylltu eyðublaðið út og við munum hafa samband við þig eins fljótt og við getum. ATH! Fyrir stuðningsmál, smelltu hér.

ggg

Skoðaðu meira

easypark parking app

EasyPark appið

Vinsæla smáforritið sem ökumenn nota til að finna bílastæði. Það hámarkar tekjurnar þínar þar sem það fjarlægir kostnaðinn við að meðhöndla reiðufé og viðhalda stöðumælavélum. 

Smart Hub

EasyPark SmartHUB

Þar sem allt á upphaf sitt. Grunnurinn að stafvæðingu bílastæðaframboðs, sem gerir uppsetningu sveigjanlega og framkvæmdaferlið skilvirkara.

insights

EasyPark Insights

Fáðu nákvæm gögn, greiningar og ráðgjafaþjónustu sem veita þér framkvæmanlega innsýn. Öðlastu sjálfstraust þegar þú gerir breytingar eða innleiðir bílastæðareglur.