Hvað á ég að gera þegar ég fæ stöðumælasekt?

Áður en þú gerir eitthvað skaltu ganga úr skugga um að bílnúmer, svæðisnúmer, og tími skráningarinnar í stæði passi við það sem kemur fram á stöðumælasektinni.

Ef öll atriði stemma við það sem kemur fram á stöðumælasektinni, er líklegt að þú hafir verið með gilt bílastæði og þú hefur ástæðu til að senda kvörtun vegna sektarinnar til þess sem gaf út sektina.Athugaðu að EasyPark gefur ekki út sektir.

Þegar þú deilir um stöðumælasektina við rekstraraðila bílastæðanna, skaltu láta afrit af kvittuninni fylgja með. Þá kvittun finnur þú í þínum persónulega aðgangi.

Ef þú þarft aðstoð, getur þú alltaf haft samband við þjónustverið okkar í síma á opnunartíma, eða með tölvupósti.